Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Stólarnir tóku efsta sætið af Keflavík
Natasha Anasi skorar mark Keflvíkinga sem töpuðu í dag fyrsta leiknum á tímabilinu í Lengjudeild kvenna. VF-mynd: Hilmar Bragi.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 23. ágúst 2020 kl. 16:34

Stólarnir tóku efsta sætið af Keflavík

Fyrsta tap kvennaliðs Keflavíkur á tímabilinu

Það var mikið í húfi þegar tvö efstu lið Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu mættust á Nettóvellinum í dag. Það var markahæsti leikmaður deildarinnar, Muriella Tiernan, sem skaut Keflavík í kaf og skoraði þrennu í 3:1 sigri Tindastóls og fyrsta tap Keflavíkur á tímabilinu staðreynd. Það var Natasha Moraa Anasi sem skoraði mark Keflavíkur.
Fyrir leikinn var Keflavík efst með 20 stig en Tindastóll með 19, þessi úrslit þýða að liðin hafa sætaskipti á toppi deildarinnar.

Tindastóll komst í 3:0 með mörkum Tiernan á 21., 23, og 46. mínútu, Natasha klóraði í bakkann fyrir Keflavík á 57. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki.

Keflavík tefldi fram nýjum leikmanni, Claudia Nicole Cagnina, sem er perúsk landsliðskona. Hún kom inn á í seinni hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Claudia Nicole Cagnina kom til Keflavíkur í síðustu viku.

Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndi.

Keflavík - Tindastóll| Lengjudeild kvenna 23. ágúst 2020