Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stólarnir stálu sigri í Sláturhúsinu
Fimmtudagur 17. mars 2016 kl. 21:28

Stólarnir stálu sigri í Sláturhúsinu

Myndasafn: Hiti og hasar í spennandi leik

Tindastólsmenn tóku fyrstu lotu í slag norðanmanna og Keflvíkinga í 8-liða úrslitum í Domino’s deild karla í kvöld. Leikurinn sem fram fór í Sláturhúsinu í Keflavík endaði með 90:100 sigri Tindastóls.

Eins og við var að búast var hiti og hasar í leiknum og hart tekist á. Magnús Gunnarsson fékk m.a. að fjúka út úr húsi eftir tvær tæknivillur en Keflvíkingar virtust heilt yfir ekki mjög sáttir með suma dómara leiksins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stólarnir vorum lengst af sterkari aðilinn í leiknum en Keflvíkingar voru allt annað en tilbúnir að gefast upp. Eftir þriðja leikhluta þar sem Stólarnir virtust vera búnir að klára leikinn, komu Keflvíkingar dýrvitlausir í síðustu tíu mínúturnar. Leikurinn var í járnum á lokamínútunum en að lokum reyndust Stólarnir yfirvegaðari, nýttu sín skot vel og fóru með sigur af hólmi.

Reggie og Jerome Hill voru atkvæðamestir Keflvíkinga en þó verður að koma mun meira framlag frá þessum mönnum ef Keflvíkingar ætla ekki snemma í frí, sérstaklega frá Hill sem var ekki að finna sig í kvöld. Gummi Jóns og Valur Orri voru í úrslitakeppnisgír en leikstjórnandinn var einu frákasti frá þrennu. Myron Dempsey reyndist Keflvíkingum erfiður ljár í þúfu en hann sallaði niður 31 stigi á heimamenn.

Viðureign: 1-0
Keflavík-Tindastóll 90-100 (21-29, 27-25, 21-25, 21-21)

Keflavík: Reggie Dupree 17/4 fráköst, Jerome Hill 15/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 14/6 fráköst, Valur Orri Valsson 13/9 fráköst/10 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 8, Ágúst Orrason 6, Davíð Páll Hermannsson 6, Andri Daníelsson 5, Magnús Már Traustason 4, Andrés Kristleifsson 2, Arnór Ingi Ingvason 0, Daði Lár Jónsson 0.

Tindastóll: Myron Dempsey 31/9 fráköst, Darrel Keith Lewis 21/4 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Anthony Isaiah Gurley 18/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 14/6 fráköst, Viðar Ágústsson 7/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 5, Svavar Atli Birgisson 4, Hannes Ingi Másson 0, Ingvi Rafn Ingvarsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Pálmi Þórsson 0, Helgi Rafn Viggósson 0.