Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 19. nóvember 2001 kl. 09:54

Stólarnir sigruðu Grindavík

Tindastóll vann í dag öruggan heimasigur á Grindavík, 88-76 í gærkvöldi. Aðeins tveggja stiga munur var á liðunum fyrir síðasta leikhluta en hann var algjörlega eign heimamanna, 25-15. Tindastóll stöðvaði þar með fjögurra leikja sigurgöngu Grindvíkinga og skaust upp í annað sæti deildarinnar.
Andreas Baily (22 stig, 12 fráköst) og Miha Cmer (18) létu mest að sér kveða í liði Grindvíkinga en stigahæstir hjá Tindastóli voru þeir Bryan Lucas með 29 stig og Kristinn Friðriksson með 17.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024