Stólarnir of sterkir
Grindvíkingar úr leik í bikarnum
Tindastóll reyndist Grindvíkingum of stór biti, þegar liðin áttust við í bikarkeppni karla í körfubolta í gær. Heimamenn í Tindastól unnu 110-92 sigur í miklum stigaleik. Rodney Alexander skoraði 32 stig fyrir Grindvíkinga og Ólafur Ólafsson var með 21. Magnús Þó Gunnarsson skoraði svo 17 stig.
Umfjöllun á Karfan.is
Grindavík: Rodney Alexander 32/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 21/9 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 17, Daníel Guðni Guðmundsson 13/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 6/8 fráköst/5 stoðsendingar, Nökkvi Harðarson 3, Þorsteinn Finnbogason 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0.