Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stökkbreytt júdódeild
Mánudagur 1. september 2014 kl. 09:22

Stökkbreytt júdódeild

Nú hefur júdódeild Njarðvíkur verið starfrækt í 3 og hálft ár.  Fyrstu önnina æfðu 60 iðkendur hjá okkur síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar.  Í lok síðasta tímabils æfðu hjá 170 júdómenn hjá deildinni og í ár er stefnt á að iðkendur verði 260, og þar með ein fjölmennasta deild Reykjanesbæjar.

Engin æfingagjöld

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Júdódeildin innheimtir gjöld sem eru jöfn hvatagreiðslum og er því ókeypis að æfa fyrir börn að 18 ára aldri.  Í vetur verða nokkrar nýjungjar  í boði.  Vegna fárra kvenna í unglingaflokkum  ákvað stjórnin að bæta við stúlknaflokki. Í þeim flokki æfa einungis stúlkur á aldrinum 12-17 ára og stefnan er að fá kvenkyns þjálfara fyrir þær.  Ef ef þær vilja þá mega þær að sjálfsögðu æfa með sínum aldursflokki.

Íslensk glíma og japönsk bardagalist

Fyrstu byrjendanámkeiðin í júdó og brazilian jiu jitsu hefjast  þann 1. september.  Aðeins eitt æfingagjald er á fjölskyldu í þessum nýju námskeiðum. Akido (japönsk bardagalist) er í boði en þar er kennt í blönduðum aldursflokkum. Íslensk glíma verður kennd einu sinni í viku og þar eru aldursflokkarnir einnig blandaðir. MMA hópurinn (blanda af þeim bardagalistum sem kenndar eru auk hnefaleyka) er í boði fyrir þá sem hafa uppfyllt kröfur Sleipnis (sjá nánar á www.bjjudo.com).
Rúsínan í pylsuendanum er Sleipnisþrekið sem er opið öllum þeim sem æfa með júdódeildinni.  Það er stöðvaþjálfun þar sem notast er við þrek og styrktaræfingar úr bardagaíþróttum og bardagalistum í bland við almennar æfingar.

Framtíðin er björt og Júdódeildin Sleipnir er hvergi nærri hætt.

Guðmundur Stefán Gunnarsson, yfirþjálfari Sleipnis-Júdódeildar UMFN