Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stofnun þríþrautardeildar við UMFN
Þriðjudagur 15. febrúar 2011 kl. 16:42

Stofnun þríþrautardeildar við UMFN

Fimmtudaginn 17. febrúar kl.19:30, verður haldinn stofnfundur Þríþrautardeildar UMFN. Fundurinn verður haldinn á 2. hæð íþróttamiðstöðvarinnar í Njarðvík.

En hvað er þríþraut?
Þríþraut, eins og nafngiftin bendir til, samanstendur af þremur greinum; sund, hjólreiðar og hlaup. Um er að ræða hinar algengustu almenningsíþróttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hverjar eru vegalengdirnar?
Hægt er að taka þátt í ýmsum vegalengdum; Sprettþraut, sem er stysta þrautin, hálf Ólympísk þraut, Ólympísk þraut, hálfur Járnkarl, og Járnkarl, sem almennt er talin erfiðasta þolþraut í heimi.

Hverjir geta tekið þátt?
Allir geta stundað þríþraut. Vegalengdir eru misjafnar og því geta allir fundið markmið við sitt hæfi. Ekki er skylda að keppa, þó fólk æfi og því er íþróttin kjörin til að halda sér í góðu alhliða formi. Í sumum keppnum eru liðakeppnir og geta þá hópar tekið þátt, þar sem einn sér um að synda, annar að hjóla og sá þriðji að hlaupa.

Allir eru velkomnir á fundinn og vonumst við til að sjá sem flesta!