Stoðsending hjá Jóhanni í sigri GAIS
Jóhann B. Guðmundsson og félagar hans í sænska liðinu GAIS mættu Sigurði Jónssyni og lærisveinum hans í Djurgården í Stokkhólmi í gærkvöldi. GAIS fór með 1-0 sigur af hólmi þar sem Jóhann átti stoðsendinguna sem gaf markið. Markið kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks úr aukaspyrnu sem Jóhann tók en liðsfélagi hans Matthias Östberg skallaði knöttinn í netið.
Jóhann lék allan leikinn og með sigrinum klifraði GAIS upp um fimm sæti í deildinni og eru nú í 7. sæti deildarinnar með 8 stig eftir 6 leiki. Næsti leikur GAIS í deildinni fer fram mánudaginn 21. maí er þeir taka á móti