Stocks til Grindavíkurkvenna
Starfsmenn á Tjarnarseli fengu aldeilis óvæntan glaðning í síðustu viku en þá var leynivinavika á leikskólanum. Foreldrafélagið á Tjarnarseli fékk Guðlaugu Sigurðardóttur, nuddara, til þess að koma og nudda starfsfólk leikskólans.
Kaffiaðstöðu starfsmanna Tjarnarsels var breytt í nuddstofu og ríkti mikil leynd yfir því hvað væri í gangi og starfsmenn leikskólans kallaðir inn í nudd einn af einum, grunlausir um hvað væri í vændum.
„Hér er mikið og gott samstarf við foreldrafélag Tjarnarsels og við leggjum mikið upp úr því samstarfi,“ sagði Inga María Ingvarsdóttir leikskólastjóri Tjarnarsels.
VF – myndir/ JBÓ, [email protected]
Inga María í nuddstólnum hjá Guðlaugu.