Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stjörnuþjálfari hjá Keili
Fimmtudagur 20. október 2011 kl. 12:44

Stjörnuþjálfari hjá Keili


Einn eftirsóttasti þjálfari fitness stjarnanna, Nathan Harewood heldur námskeið fyrir þjálfara miðvikudaginn 2. nóvember klukkan 15.00-21.00 í Keili.

Nathan þjálfar m.a. hina einu sönnu Monicu Brant sem verður viðstödd á Iceland Fitness Expo. Nathan hefur áralanga þjálfarareynslu og heldur reglulega námskeið fyrir þjálfara víða um heiminn. Monica Brant er eitt stærsta nafnið í kvennafitness í öllum heiminum en auk hennar hefur Nathan þjálfað fjölda aðrar konur sem keppa í fitness eins og Miryah Schott og okkar íslensku sigursælu fitnessdrottningu Evu Sveinsdóttur.

Á námskeiðinu mun Nathan fara í stjörnuþjálfun frá A-Ö. Hvernig maður þjálfar, nærir og hvetur þann sem ætlar sér að keppa í fitness af alvöru. Einnig mun hann fara í markaðs- og sölumál - Hvernig verður þjálfari eftirsóttari en aðrir?

Námskeiðið er sérstaklega ætlað þjálfurum en einnig opið áhugamönnum um fitness og þjálfun.

Nánari upplýsingar um námskeiðið á www.keilir.net/heilsa.   

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024