Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stjörnusigur í Njarðvík
Föstudagur 21. október 2016 kl. 23:29

Stjörnusigur í Njarðvík

Stjarnan sigraði Njarðvík 83-94 í Dominos deild karla í kvöld. Stjörnumenn voru með yfirhöndina í leiknum en Njarðvík átti nokkrar góðar rispur þar sem þeir gerðu sig líklega en Stjarnan var alltaf með svör á reiðum höndum.

Leikurinn byrjaði með þremur þristum í röð frá Stjörnunni sem voru mun betri í fyrsta fjórðung og leiddu með tíu stigum, 19-29, í lok hans. Njarðvík kom mun sterkari inn í annan fjórðung, spiluðu fínan bolta og söxuðu jafnt og þétt á forskot Stjörnunnar. Með Loga og Bonneau fremsta í flokki jöfnuðu Njarðvíkingar leikinn og komust svo yfir, en þegar liðin héldu til búningsklefa í hálfleik leiddu Stjörnumenn með tveim stigum, 45-47.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á fyrstu fjórum mínútum þriðja leikhluta náði Stjarnan að koma sér í 16 stiga forskot. Ekkert gekk upp hjá Njarðvík, hvorki varnarlega né sóknarlega og virtust þeir hálf ráðalausir í sóknarleik sínum. Njarðvíkingar fundu þó fljótlega taktinn aftur og minnkuðu muninn niður í 4 stig. Þannig stóðu leikar í lok þriðja leikhluta, 70-74, en nær komust Njarðvíkingar ekki. Stjarnan sigraði 83-94.

Stefan Bonneau var stigahæstur Njarðvíkinga með 28 stig og 6 fráköst. Næstur kom Logi Gunnarsson með 23 stig og 4 fráköst en hann var með 6 þrista í leiknum. Björn Kristjánsson var með 16 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

Hjá Stjörnunni voru fimm leikmenn með 13 stig eða meira. Justin Shouse var með 16 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar og Hlynur Bæringsson var með 15 stig, 16 fráköst og 6 stoðsendingar.