Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stjörnum prýtt B-lið áfram í bikarnum
Þriðjudagur 15. nóvember 2011 kl. 09:32

Stjörnum prýtt B-lið áfram í bikarnum

Það var sannkallaður stórmeistaraslagur í Ljónagryfjunni um helgina þegar stjörnum prýtt lið UMFN-b mætti Bolvíkingum í 64 - liða úrslitum Powerade bikarsins.

Byrjunarlið Njarðvíkur var skipað þeim Friðriki Stefánssyni (112 landsleikir), Páli Kristinssyni (54 landsleikir), Sverri Sverrissyni (8 landsleikir), Andra Fannari Freyssyni og hinum bráðefnilega Hermanni Jakobssyni.

Svo fór að Njarðvikingar fóru með sigur af hólmi með 104 stigum gegn 89.

Lesa má ansi skemmtilega umfjöllun um leikinn hér á heimasíðu Bolvíkinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024