Stjörnuleikur Keflavíkur
- Jafntefli í fyrsta leik tímabilsins
Nýliðar Keflavíkur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu mættu Stjörnunni í Garðabænum í kvöld, í fyrstu umferð Pepsi- deildarinnar. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill í Garðabænum, hvorugt lið skoraði mark og sótti Stjarnan fastar en Keflavík fyrstu 45 mínúturnar. Frans Elvarsson fékk gult spjald fyrir að hanga aftan í Hilmari Árna, leikmanni Stjörnunnar á 28. mínútu og þegar liðin gengu inn í klefa í hálfleik var staðan 0-0.
Engin breyting var á byrjunarliði Keflavíkur í seinni hálfleik en Keflavík komst í dauðafæri á 50. mínútu þegar Jeppe Hansen komst inn fyrir vörn Stjörnunnar og sendi boltann á Hólmar Örn sem náði ekki að nýta færið. Marc McAusland komst í færi á 59. mínútu og náði ekki að nýta það, Keflavík styrkti sókn sína á 62. mínútu leiksins þegar Sigurbergur Bjarnason kom inn á fyrir Ingimund Aron Guðnason.
Sindri Kristinn Ólafsson, markmaður Keflavíkur varði vel þegar Stjarnan komst í dauðafæri á 74. mínútu.
Stjarnan komst yfir á 79. mínútu leiksins með marki frá Hilmari Árna Halldórssyni, leikmanni Stjörnunnar. Aron Freyr Róbertsson kom inn á fyrir Adam Árna Róbertsson á 76. mínútu og Keflavík gerði síðustu skiptingu sína í leiknum á 84. mínútu þegar Leonard Sigurðsson kom inn á fyrir Juarj Grizeli.
Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Stjarnan skoraði mark númer tvö á 83. mínútu þegar Hilmar Árni Halldórsson skoraði sitt annað mark eftir stoðsendingu frá Þorra Geir Rúnarssyni. Keflavík hleypti spennu í leikinn tveimur mínútum eftir annað mark Stjörnunnar þegar Ísak Óli Ólafsson skoraði eftir stoðsendingu frá Sigurbergi Bjarnasyni og staðan því orðin 2-1 þegar örfáar mínútur voru eftir af leiknum.
Leikmenn Keflavíkur héldu áfram spennu í leiknum og jöfnuðu hann á 88. mínútu þegar Aron Freyr Róbertsson skoraði og staðan því 2-2. Ótrúleg endurkoma Keflavíkur á lokamínútum leiksins eftir að hafa verið 2-0 undir og liðið komið með eitt stig eftir fyrsta leik sumarsins. Næsti leikur liðsins er nágrannaslagur við Grindavík á Nettóvellinum þann 7.maí kl. 19:15.
Hilmar Bragi Bárðarsson, blaðamaður Víkurfrétta var á leiknum og tók meðfylgjandi myndir.
Mörk leiksins:
1-0 Hilmar Árni Halldórsson ('79)
2-0 Hilmar Árni Halldórsson ('83)
2-1 Ísak Óli Ólafsson ('85)
2-2 Frans Elvarsson ('88
+