Stjörnuhrap í Njarðvík - öruggur Njarðvíkursigur (myndir)
Njarðvíkingar fóru með öruggan tíu stiga sigur af hólmi úr viðureign sinni við Stjörnuna í 3. umferð Dominos-deildarinnar í körfuknattleik karla í kvöld. Lokastaðan 91:81 fyrir heimamenn, sem börðust eins og ljón allan leikinn.
(MYNDIR) Neðst í fréttinni er stórt myndasafn frá leiknum!
(MYNDIR) Neðst í fréttinni er stórt myndasafn frá leiknum!
Njarðvíkingar voru undir eftir fyrsta leikhluta en náðu svo forystu fljótlega í öðrum leikhluta sem ekki var látin af hendi. Þannig skoraði Njarðvík 31 stig gegn 18 frá Stjörnunni í 2. leikhluta, sem réð að lokum úrslitum.
Staðan í hálfleik var 54:45 fyrir Njarðvík. Síðari hálfleikur var spennandi en ljóst að heimamenn í Njarðvík höfðu góð tök á leiknum og héldu öruggu forskoti allt til leiksloka.
Njarðvík-Stjarnan 91-81 (23-27, 31-18, 19-19, 18-17)
Njarðvík: Terrell Vinson 38/8 fráköst, Logi Gunnarsson 18/4 fráköst/8 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 9, Oddur Rúnar Kristjánsson 9, Snjólfur Marel Stefánsson 7/6 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 6/4 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 4/6 fráköst, Brynjar Þór Guðnason 0, Elvar Ingi Róbertsson 0, Gabríel Sindri Möller 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0/5 fráköst/6 stoðsendingar, Rafn Edgar Sigmarsson 0.
Stjarnan: Tómas Þórður Hilmarsson 26/10 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 16/9 fráköst/7 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 15/5 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 14/10 fráköst, Marvin Valdimarsson 5, Arnþór Freyr Guðmundsson 3/6 fráköst, Stefan Bonneau 2, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Óskar Þór Þorsteinsson 0, Dúi Þór Jónsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0, Egill Agnar Októsson 0.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson
Áhorfendur: 823