Stjörnuheimsókn í Keflavík
Keflavíkurkonur leika gegn Stjörnunni í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Keflavíkurvelli. Stjarnan hefur fimm stiga forskot á Keflavík í deildinni og sigur því nauðsynlegur fyrir Keflavíkurkonur ef þær ætla sér ekki að missa Stjörnuna of langt frá sér.
Í 3. deild karla tekur Víðir Garði á móti Gróttu kl. 20:00 á Garðskagavelli en þetta eru topplið A-riðils í 3. deild. Þá leika GG gegn KFS á Helgafellsvelli.
Í 3. deild karla tekur Víðir Garði á móti Gróttu kl. 20:00 á Garðskagavelli en þetta eru topplið A-riðils í 3. deild. Þá leika GG gegn KFS á Helgafellsvelli.