Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stjörnudagur KKÍ í dag
Laugardagur 19. janúar 2008 kl. 09:26

Stjörnudagur KKÍ í dag

Mikið verður um dýrðir í Sláturhúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ í dag þegar árlegur Stjörnudagur KKÍ fer fram. Karla- og kvennalandslið Íslands munu þá mæta sérvöldum úrvalsliðum íslenskra- sem erlendra leikmanna. Kvennaleikurinn hefst kl. 13.30 og karlaleikurinn hefst kl. 15.30 eða strax að kvennaleiknum loknum. Frítt verður inn á Stjörnudaginn svo það erum að gera að fjölmenna.

 

Nú þegar hafa átta háloftafuglar skráð sig í troðslukeppnina sem verður í hálfleik karlaleiksins en 100.000,- kr. peningaverðlaun eru í boði fyrir glæsilegustu troðslu dagsins.

 

VF-Mynd/ [email protected] - Hörður Axel Vilhjálmsson verður í troðslukeppninni í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024