Stjórnmálaflokkarnir grilla fyrir leik í Grindavík
Grindavík mætir Val í Pepsideild karla í kvöld kl. 19:15. Allir fimm stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Grindavík ætla að taka höndum saman og grilla pylsur fyrir alla þá sem fara á leikinn, við sundlaugina frá kl. 17 og fram að leik.
Með þessu framtaki vilja framboðin styðja við bakið á strákunum sem hafa byrjað Pepsideildina afar illa því liðið hefur tapað öllum þremur leikjum sínum fram að þessu.
Þetta er frábært framtak hjá stjórnmálaflokkunum sem með þessu vilja hvetja bæjarbúa til að standa saman og styðja við bakið á strákunum þótt á móti blási, segir í tilkynningu.
Þá hefur sú hugmynd kviknað að oddvitar flokkanna reyni með sér í vítaspyrnukeppni í hálfleik og er hér með skorað á þá að mæta inn á völllinn þegar flautað verður til hálfleiks og taka þátt í léttum leik!