Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Stjórn Sportmanna endurkjörin
Þriðjudagur 4. apríl 2006 kl. 11:41

Stjórn Sportmanna endurkjörin

Aðalfundur Sportmanna, félags fyrrum leikmanna knattspyrnuliðs Keflavíkur, var haldinn laugardaginn 1. apríl. Á fundinum var stjórn félagsins öll endurkjörin en hana skipa Gísli M. Eyjólfsson formaður, Karl Finnbogason gjaldkeri, Magnús Torfason meðstjórnandi og Þorsteinn Ólafsson ritari. 

Formaður flutti skýrslu stjórnar og rætt var um fjármál og önnur innri málefni félagsins. Þá var rætt um samstarf við aðra stuðningshópa Keflavíkur og var ákveðið að leita eftir samstarfi við þá um að samnýta aðstöðu og uppákomur á heimaleikjum. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar, var á fundinum og sagði frá stöðu mála hjá deildinni, fjörugar umræður urðu um gang mála þar og voru menn bjartsýnir á keppnistímabilið.  Vona Sportmenn að starfsemi þeirra verði öflug í sumar og óska liðinu góðs gengis á komandi tímabili.

Af vef Keflavíkur
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024