Stjórn Keflavíkur endurkjörin
Stjórn Keflavíkur, íþrótta-og ungmennafélags, var öll endurkjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gærkvöldi.
Í stjórn sitja: Einar Haraldsson formaður, Kári Gunnlaugsson varaformaður, Þórður M. Kjartansson gjaldkeri, Sigurvin Guðfinnsson ritari og Birgir Ingibergsson meðstjórnandi.
Á aðalfundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun:
Aðalfundur Keflavíkur, íþrótta-og ungmennafélags fagnar ákvörðun bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ um að hefja undirbúning að nýju íþróttasvæði fyrir ofan Reykjaneshöll.
Aðalfundurinn fagnar einnig ákvörðun bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ að byggja 50 metra innilaug við Sundmiðstöðina í Keflavík sem verður tilbúin til notkunar í mars 2006.
Af vef Reykjanesbæjar