Stjarnan-Keflavík í kvöld
Keflvíkingar mæta liði Stjörnunnar í 6. umferð Pepsí-deildarinnar í kvöld kl. 19:15 og fer leikurinn fram í Garðabæ. Keflavík er í efsta sæti deildarinnar með 13 stig og markatöluna 6-2 og Stjarnan í 9. sæti með 6 stig og markatöluna 11-9. Búast má við hörku viðureign eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Báðum leikjum þessara liða á síðasta keppnistímabili lauk með jafntefli.
Staðan í deildinni er þessi:
Heimild: www.ksi.is