Stjarnan bikarmeistarar eftir sigur á Grindavík
Lokatölur 91-79
Stjarnan frá Garðabæ eru bikarmeistarar karla í körfubolta eftir sigur gegn Grindvíkingum í Laugardalshöll. Lokatölur urðu 79-91 í leik þar sem Stjarnan leiddu lengstum. Grindvíkingar voru ekki langt undan og á tíma voru þeir nærri því að komast inn í leikinn. Grindvíkingar voru ekki að hitta vel úr skotum sínum og þar munaði heldur betur um minna. Aaron Broussard var atkvæðamestur Grindvíkinga í leiknum en hann skoraði 30 stig og tók 9 fráköst. Aðein Jóhann Árni Ólafsson skoraði yfir tíu stig hjá gulum fyrir utan Broussard.
Gangur leiks: Grindavík-Stjarnan 79-91 (21-25, 18-22, 15-18, 25-26)
Grindavík: Aaron Broussard 30/9 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12/5 stoðsendingar, Samuel Zeglinski 9/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 5/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 5, Ómar Örn Sævarsson 4/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4/7 fráköst, Ryan Pettinella 2, Jón Axel Guðmundsson 0, Daníel G. Guðmundsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0.
Stjarnan: Jarrid Frye 32/8 fráköst/6 stoðsendingar, Brian Mills 17/9 fráköst/3 varin skot, Jovan Zdravevski 15/6 fráköst, Justin Shouse 14/5 fráköst/9 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 9/4 fráköst/3 varin skot, Kjartan Atli Kjartansson 2, Dagur Kár Jónsson 2, Fannar Freyr Helgason 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson
Ryan Pettinella í baráttunni.
Sammy Zeglinski hefur ekki verið að hitta vel í dag.