Stilltu saman strengi í bíó
-Leikmenn Keflavíkur undirbúa sig fyrir Sjörnuslag
Líkt og allir körfuboltaáhugamenn þekkja hefjast 8-liða úrslit Domino´s deildarinnar á fimmtudaginn 21. mars. Keflvíkingar mæta þar Stjörnunni en fyrsti leikurinn er kl. 19.15 í Garðabæ.
Þessa dagana eru Keflvíkingar að stilla saman strengi sína og eru æfingar liðsins farnar að bera þess glögg merki. Strákarnir gerðu sér glaðan dag í gær og fóru saman í bíó í boði Sambíóanna í Keflavík. Heimasíða Keflavíkur greinir frá þessu.
Myndin sem fylgir fréttinni var tekin af leikmönnum liðsins þegar þeir kíktu í bíó á mánudagskvöld. Eins og sjá má er úrslitakeppnisneistinn kominn í augu manna.