Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stilla strengi fyrir bikarátök
Föstudagur 24. september 2004 kl. 10:30

Stilla strengi fyrir bikarátök

Stuðningsmannasveit Keflavíkur fundaði á dögunum með forráðamönnum knattspyrnudeildar Keflavíkur í sambandi við undanúrslitaleik Keflavíkur og HK í VISA-bikarkeppninni.
Mikill áhugi er fyrir leiknum meðal Keflvíkinga og knattspyrnudeildin hvetur fólk til fjölmenna á leikinn.

Þeir segja ekki veita af og Keflvíkingar verði að hafa sig alla við ef þeir ætli ekki að láta aðdáendur HK kaffæra sig á leiknum. Talið er að allt að 1500 áhangendur HK komi á völlinn til að hvetja sína menn í stærsta leik sem HK hefur tekið þátt í á knattspyrnuvellinum til þessa.

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli n.k. sunnudag kl. 14 og fá börn 16 ára og yngri frítt á leikinn. SBK verður með sætaferðir að Laugardalsvelli og er haldið af stað frá Sundlaugarkjallaranum á sunnudag kl. 12.30. Miðaverð er 500 kr.

Forsala í rúturnar verður í Sundlaugarkjallara í dag kl. 13:00-18:00, á morgun kl. 11:00-14:00 og á leikdag, sunnudag kl. 10.00-12.30 Mjög áríðandi er að fólk kaupi rútumiðana í forsölu því sætaframboð er takmarkað og gildir reglan „fyrstir koma, fyrstir fá“.

Knattspyrnudeild Keflavíkur vill færa SBK þakkir fyrir að gera sem flestum kleift að fara á undanúrslitaleikinn með því að stilla verði mjög í hóf.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024