Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Stigaregn í Njarðvíkursigri
Þriðjudagur 12. janúar 2010 kl. 08:50

Stigaregn í Njarðvíkursigri


Þrátt fyri prýðisgóðan leik tókst ÍR-ingum ekki að leggja öflugt lið Njarðvíkinga að velli í leik liðanna í gærkvöldi. Njarðvíkingar sýndu hversu góð breidd er í liðinu en 11 leikmenn komust á stigatöflunar og þar af fimm sem voru með tvegga stafa stigaskor.  Njarðvík sigraði 113 – 93.

Fyrri hálfleikurinn einkenndist af hraða og spennu í jöfnum leik. Njarðvíkingar höfðu fimm stiga forskot í hálfleik, 45-50 en Mike Jefferson skoraði þriggja stiga körfu fyrir í ÍR með flautukörfu í blálokin.
Njarðvíkingar höfðu undirtökin í upphafi seinni hálffleiks og náðu fljótlega 10 stiga forystu. ÍR-ingar spýttu í lófana og náðu að komast aftur inn í leikinn. Það var svo á lokamínútunum sem Njarðvíkingum tókst að brjóta mótspyrna þeirra á bak aftur og klára dæmið.

Kristján Rúnar Sigurðsson og Guðmundur Jónsson voru stigahæstir hjá Njarðvík með 19 stig. Jóhann Árni Ólafsson skoraði 18 stig og Nick Bradford 16 stig.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/www.karfan.is