Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stig í hús gegn FH í Grindavík
Andri Rún­ar Bjarna­son skor­ar fram­hjá Gunn­ari Niel­sen í marki Hafnfirðinga. VF-mynd: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 14. júní 2017 kl. 22:43

Stig í hús gegn FH í Grindavík

Grindavík og FH skildu jöfn í 7. um­ferð Pepsi-deildarinnar á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla. Leikurinn fór fram í Grindavík í stilltu og góðu knattspyrnuveðri.
 
Leikar voru jafnir allt fram á 74. mínútu þegar Andri Rún­ar Bjarna­son, Grindavík,  skor­ar fram­hjá Gunn­ari Niel­sen í marki FH. Heimamenn komnir með forystu sem þeir ætluðu sér svo sannarlega að verja. Það tókst ekki því Kristján Flóki Finn­boga­son jafnaði með þrumu­skoti utan teigs aðeins tveimur mínútum síðar.
 
Pressan var á Grindavík það sem eftir lifði leiks en heimamenn stóðust pressuna og voru sáttir við eitt stig í hús, sem voru sanngjörn úrslit m.v. gang leiksins.
 
 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík - FH (1:!)