Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Steven Gerard yfirgefur Keflvíkinga
Þriðjudagur 17. janúar 2012 kl. 15:15

Steven Gerard yfirgefur Keflvíkinga

Bakvörður Keflvíkinga Steven Gerard Dagostino er farinn frá félaginu en þetta staðfestu Keflvíkingar nú fyrir stundu í samtali við Víkurfréttir. Dagostino var með ákvæði í samning sínum sem sagði til um að hann mætti fara ef  betra tilboð bærist annars staðar frá.

Nú skömmu fyrir helgi kom slíkt boð og Dagostino hélt utan í morgun. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort að Keflvíkingar bæti við sig öðrum bakverði en Arnar Freyr Jónsson er enn meiddur og óljóst hvenær hann kemur aftur til leiks. Leikmaðurinn var búinn að leika ákaflega vel með Keflvíkingum það sem af er tímabili og ljóst að þetta er mikill missir fyrir liðið sem nú er í 2. sæti deildarinnar ásamt Stjörnunni. Keflvíkingar taka á móti Grindvíkingum á fimmtudaginn á heimavelli sínum en þar verður væntanlega hart barist.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024