Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Sterkur útisigur Keflvíkinga
Mánudagur 12. nóvember 2018 kl. 08:26

Sterkur útisigur Keflvíkinga

Keflvíkingar höfðu nauman sigur á Stjörnunni, 74-77 í toppslag í Domino’s deild kvenna í körfubolta. Sem endranær átti Dinkins stórleik þar sem hún skoraði 40 stig og tók 10 fráköst. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu í hálfleik 37-38. Síðari hálfleikur var spennuþrunginn en Keflvíkingar reyndust sterkari þegar yfir lauk. Mikil barátta einkenndi leikinn. Eftir leikinn eru Keflvíkingar tveimur stigum á eftir Snæfelli í 2. sæti deildarinnar en nú er komið á landsleikjahléi hjá konunum.

Keflavík: Brittanny Dinkins 40/10 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 19/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 7/10 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 6/5 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 2/5 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Kamilla Sól Viktorsdóttir 1, Elsa Albertsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Embla Kristínardóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, María Jónsdóttir 0.
 

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25