Sterkur útisigur Keflvíkinga
Keflvíkingar höfðu nauman sigur á Stjörnunni, 74-77 í toppslag í Domino’s deild kvenna í körfubolta. Sem endranær átti Dinkins stórleik þar sem hún skoraði 40 stig og tók 10 fráköst. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu í hálfleik 37-38. Síðari hálfleikur var spennuþrunginn en Keflvíkingar reyndust sterkari þegar yfir lauk. Mikil barátta einkenndi leikinn. Eftir leikinn eru Keflvíkingar tveimur stigum á eftir Snæfelli í 2. sæti deildarinnar en nú er komið á landsleikjahléi hjá konunum.
Keflavík: Brittanny Dinkins 40/10 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 19/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 7/10 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 6/5 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 2/5 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Kamilla Sól Viktorsdóttir 1, Elsa Albertsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Embla Kristínardóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, María Jónsdóttir 0.