Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sterkur útisigur hjá Njarðvíkingum
Mánudagur 14. október 2013 kl. 08:03

Sterkur útisigur hjá Njarðvíkingum

Lele Hardy náði ekki að sigra fyrrum félagana

Njarðvíkingar sigruðu í gær sterkt lið Hauka í Dominos-deild kvenna á útivelli. Lokatölur urðu 83-97 í kaflaskiptum leik. Haukar leiddu í hálfleik með 10 stigum en Njarðvíkingar komu vel stemdir í seinni hálfleik og sneru leiknum sér í vil. Þær unnu strax upp forystuna í 3. leikhluta og gulltryggðu svo sigur með góðri spilamennsku á lokasprettinum.

Jasmine Beverley og Erna Hákonardóttir skoruðu báðar 19 stig fyrir Njarðvík og Karen Dögg Villhjálsdóttir var með 15.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lele Hardy var að venju með nánast ómannlegar tölur en það dugði ekki gegn hennar gömlu félögum að þessu sinni.

Haukar-Njarðvík 83-97 (29-19, 25-25, 15-28, 14-25)

Njarðvík: Jasmine Beverly 19/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 19, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 15, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Aníta Carter Kristmundsdóttir 11, Salbjörg Sævarsdóttir 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ásdís Vala Freysdóttir 6, Sara Dögg Margeirsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 0, Marín Hrund Magnúsdóttir 0, Heiða B. Valdimarsdóttir 0.

Haukar: Lele Hardy 33/16 fráköst/9 stoðsendingar/8 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 18/4 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 10, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10/8 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/11 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 3/4 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Íris Sverrisdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Ína Salome Sturludóttir 0, Guðrún Ósk Ámundardóttir 0, Dagbjört Samúelsdóttir 0.