Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sterkur sigur hjá Keflvíkingum
Sunnudagur 11. september 2011 kl. 19:35

Sterkur sigur hjá Keflvíkingum

Keflavík vann mikilvægan sigur á Val, 1:0, á Valsvellinum í dag í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, en sigurinn lyftir Keflavík aðeins upp út botnbaráttunni en þeir sitja nú í 7. sæti og eiga leik til góða í þokkabót.

Það var Ísak Örn Þórðarson sem skoraði eina mark leiksins á 11. míníutu en Keflvíkingar áttu reyndar möguleika á því að komast tveimur mörkum yfir á 20. mínútu en Haraldur Björnsson varði þá fremur slaka vítaspyrnu Guðmundar Steinarssonar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Valsmenn voru sterkari aðilinn lengst af í fyrri hálfleik en þeir náðu ekki að færa sér það í nyt. Í síðari hálfleik var minna um að vera og Keflvíkingum tókst að halda forskoti sínu með skipulögðum leik og lönduðu þar með stigunum þremur.

Efsta myndin: Ísak Örn Þórðarson skoraði mark Keflvíkinga í dag.





Myndir: Jón Örvar Arason