Sterkur heimasigur Grindvíkinga
Grindvíkingar unnu sannfærandi heimasigur, 99:85 á Þórsurum í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino’s deildar karla. Heimamenn byrjuðu af gríðarlegum krafti og náðu 13 stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta. Þórsarar náðu aðeins að rétta úr kútnum í næstu tveimur leikhlutum áður en Grindvíkingar settu í fimmta gír aftur í lokaleikhlutanum og sigldu heim sterkum sigri.
Sex leikmenn Grindvíkinga skoruðu tíu stig eða meira og var liðsheildin sannarlega lykillinn að sigrinum. Lewis Clinch skoraði 23 stig, Þorleifur Ólafsson 20 og Dagur Kár var með 16 stig.
Grindavík-Þór Þ. 99-85 (28-15, 15-20, 24-26, 32-24)
Grindavík: Lewis Clinch Jr. 23/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 20/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 16/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 14/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 13/9 fráköst/6 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 11/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 2, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Hamid Dicko 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.
Þór Þ.: Maciej Stanislav Baginski 27, Tobin Carberry 26/9 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 12, Ólafur Helgi Jónsson 6/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 5, Emil Karel Einarsson 5/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 4, Davíð Arnar Ágústsson 0, Magnús Breki Þórðason 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0.