Sterkir Suðurnesjamenn á Reykjavíkurleikunum
Lyftingafólk frá Suðurnesjum stóð sig vel á Reykjavíkurleikunum 2019 í ólympískum lyftingum og kraflytingum.
Katla Björk Ketilsdóttir tók 76 kg. í snörun og 88 kg. í jafnhendingu, samanlögð þyngd 164 kg. sem skilaði henni 1. sæti í -64 kg. flokki og 3. sæti yfir heildarkeppendur kvenna á mótinu.
Emil Ragnar Ægisson tók 115 kg. í snörun og 142 kg. í jafnhendingu, samanlögð þyngd 257 kg. sem skilaði honum 1.sæti í -81 kg. flokki og 6. sæti yfir heildarkeppendur karla á mótinu. Emil reyndi við 150 kg. í jafnhendingu sem hefði verið nýtt Íslandsmet en missti því miður jafnvægið þegar hann reyndi að læsa þyngdinni upp fyrir haus.
Halldór Jens Vilhjálmsson keppti í kraftlyftingum í -105 k.g flokki og tók 247,5 kg. í hnébeygju, 155 kg. í bekkpressu og 257,5 kg. í réttstöðulyftu, samanlögð þyngd 660 kg. sem skilaði honum 2. sæti í flokknum. Halldór náði einnig settum lágmörkum til þátttöku á heimsmeistaramóti í klassískum kraftlyftingum.
Fyrir hönd Massa í Njarðvík kepptu Katla Björk Ketilsdóttir, Emil Ragnar Ægisson og Halldór Jens Vilhjálmsson. Einnig frá Suðurnesjunum kepptu þeir Ingólfur Þór Ævarsson og Aron Friðrik Georgsson en þeir kepptu fyrir hönd Stjörnunnar í ólympískum lyftingum.
Ingólfur Þór Ævarsson tók 132 kg. í snörun og tvíbætti Íslandsmetið í jafnhendingu, 168 kg. og svo 175 kg. Samanlögð þyngd 307 kg. sem skilaði honum 1. sæti í -102 kg. flokki og 5. sæti yfir heildarkeppendur karla á mótinu.
Aron Friðrik keppti í í -120 kg. flokki og tók 295 kg. í hnébeygju (Íslandsmet), 185 kg. í bekkpressu og 280 kg. í réttstöðulyftu, samanlagt 760 kg. sem skilaði honum 1. sæti í sínum þyngdarflokki og 4. sæti yfir heildarkeppendur í karlaflokki. Þjálfari frá Massa var Sindri Freyr Arnarsson.
Emil Ragnar í eldlínunni á Reykjavíkurleikunum.
Halldór Jens lyfti 247,5 kg. í hnébeygju.
Ingólfur Þór tvíbætti Íslandsmetið í jafnhendingu.
Sterkir Suðurnesjamenn saman komnir á Reykjavíkurleikunum.