Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 26. apríl 2002 kl. 15:53

Sterkara Keflavíkurlið á næsta tímabili

Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur náð samkomulagi við Damon Johnson um það að hann spili með þeim á næsta tímabili. Þetta staðfesti Hrannar Hólm formaður deildarinnar í samtali við Víkurfréttir nú fyrir skömmu.Það er því ljóst að Keflvíkingar verða með sterkt lið á næsta tímabili en fyrir var ljóst að Hjörtur Harðarson myndi snúa aftur og leika með Keflavík. Þá sagði Hrannar að það yrði pottþétt að Sigurður Ingimundarson myndi þjálfa liðið þó svo ekki væri búið að skrifa undir. Hrannar útilokaði ekki að liðið myndi styrkjast meira með tilkomu “stórs“ leikmanns en það yrði bara að koma í ljós.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024