Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 28. júní 2001 kl. 09:53

STERK SAMAN !

Sameinuð sundlið Keflavíkur og Njarðvíkur kepptu um síðustu helgi á Aldursflokkameistaramótinu í sundi undir merkjum Íþróttabandalags Reykjanesbæjar. Slagorðið á liðsbúningi þeirra var „Sterk Saman” og má með sanni segja að svo hafi verið.
Liðið var í gífurlega harðri baráttu við lið SH alveg fram að síðasta sundi. Lokastaðan á mótinu var síðan að SH sigraði með 1176 stig en lið Reykjanesbæjar var í öðru sæti aðeins 24 stigum á eftir alls 1152. Lið Reykjanesbæjar vann samtals átta af 18 boðsundum þannig að greinilegt er að liðsheildin er sterk hjá liðinu. Lið ÍRB var með 159 skráningar á mótið en SH var með 305. Þrátt fyrir þennan gríðarlega mun á skráningarfjölda þá var liðið alltaf í baráttu um fyrsta sætið því sundmenn þess voru ávallt í efstu sætunum og gáfu því félaginu mörg góð stig. Kom þessi gæðamunur á milli liðanna greinilega í ljós á lokahófinu þar sem veitt voru verðlaun fyrir stigahæstu einstaklingana í hverjum aldursflokki. Af alls sex verðlaunum hlaut Reykjanesbær fjögur af þeim en SH aðeins ein.
Verðlaunin voru eftirfarandi: Í flokki pilta: Jón Oddur Sigurðsson. Í flokki stúlkna: Íris Edda Heimisdóttir. Í flokki drengja: Birkir Már Jónsson. Í flokki telpna: Erla Dögg Haraldsdóttir. Sex ungmenni voru síðan valin til þátttöku á Olympíuleikum æskunnar sem eru á Spáni dagana 21. – 27. júlí n.k. Þrír af þeim eru úr keppnisliði ÍRB. Það eru þau; Hilmar Pétur Sigurðsson, Jón Gauti Jónsson og Erla Dögg Haraldsdóttir. Einnig var tilnefndur svokallaður framtíðarhópur SSÍ, en hann hefur að skipa ákveðinn aldur af ungmennum sem talið er að verið framtíðarsundmenn Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Þau þrjú sem áður voru nefnd ásamt Hermanni Ragnari Unnarssyni eru fulltrúar ÍRB í þeim hópi. ÍRB á síðan einn af þremur fulltrúum Íslands á Evrópumeistaramóti Unglinga á Möltu fyrstu helgina í júlí. Það er Jón Oddur Sigurðsson, en hann hefur ásamt tveimur öðrum sundmönnum náð ströngum lágmörkum sem gilda fyrir það mót.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024