Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stemning fyrir leiki hjá Keflvíkingum
Laugardagur 3. maí 2014 kl. 10:50

Stemning fyrir leiki hjá Keflvíkingum

Í sumar ætla stuðningsmenn Keflavíkur að hittast fyrir leiki liðsins í Pepsi-deildinni í félagsheimilinu í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Kristján Guðmundsson þjálfari liðsins kemur og heilsar upp á stuðningsmenn og einnig verður boðið upp á grillaða hamborgara og gos á góðu verði.

Ekki þarf að skrá sig í neinn klúbb eða slíkt en opið verður fyrir alla sem vilja mæta og spjalla. Það er upplagt fyrir alla fjölskylduna að mæta og hita upp en jafnvel verður boðið upp á einhverjar óvæntar uppákomur í sumar. Á morgun, sunnudag mæta þeir bræður Baldur og Júlíus og taka nokkur lög en þeir ætla að byrja kl. 15:00, eða klukkustund fyrir fyrsta leik sumarsins gegn Þór.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024