Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stemmningslausir Keflvíkingar töpuðu fyrir Blikum
Ómar Jóhannson varði vítaspyrnu Blika. VF-myndir/pket
Sunnudagur 23. september 2012 kl. 19:08

Stemmningslausir Keflvíkingar töpuðu fyrir Blikum

Keflvíkingar náðu ekki að fylgja eftir góðum heimasigri gegn Fram þegar þeir mættu Blikum úr Kópavogi á Nettó-vellinum í næst síðustu umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu. Gestirnir voru betri allan tímann og uppskáru sanngjarnan sigur 2-3 eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik.

Kristinn Jónsson kom Blikum yfir 1-0 á 31. mínútu en marktækifæri voru ekki mörg í fyrri hálfleik en Keflvíkingar léku oft ágætlega á milli sín en tókst ekki að skapa sér mörg færi.

Hörður Sveinsson kveikti á vonarneista strax í upphafi seinni hálfleiks með góðu marki á 53. mínútu eftir flott þríhyrningsspil við Frans Elvarsson en heimamenn voru mun sterkari aðilinn í byrjun seinni hálfleiks. Keflvíkingar náðu ekki að fylgja þessu góða marki eftir og Blikar efldust með jöfnunarmark heimamanna. Þeir skoruðu annað mark sitt á 68 mínútu þegar Elfar Á. Aðalsteinsson kom Blikum yfir með marki á 68. mín. Sjö mínútum síðar kom þriðja mark Blika þegar Nichlas Rohde kláraði dæmið fyrir þá grænklæddu. Litlu munaði að fjórða mark gestanna liti dagsins ljós en Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga varði vítaspyrnu. Stuttu síðar skoraði Rafn Markús Vilbergsson annað mark heimamanna en þrátt fyrir góðan vilja var tíminn of stuttur til að jafna leikinn.

Eftir leikinn er Keflavík í 9. sæti með 27 stig en með sigri gegn KR í síðasta leiknum er möguleiki á að hoppa upp í 6. sæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rafn Markús Vilbergsson skoraði annað mark Keflavíkur gegn Blikum í kvöld.

Annað mark Breiðablik eftir þvögu í markteig Keflavíkur.

Jóhann Birnir Guðmundsson á hér orðaskipti við dómara leiksins.

Það kom smá líf í leik Keflvíkinga eftir að Ómar varði vítaspyrnuna.