Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stemmning þegar landsliðsstjörnur lentu á Keflavíkurflugvelli
Arnór Ingvi Traustason kemur úr Icelandair vélinni, glaðbeittur og glæsilegur. VF-myndir/pket.
Mánudagur 4. júlí 2016 kl. 20:16

Stemmning þegar landsliðsstjörnur lentu á Keflavíkurflugvelli

Það var sannkölluð stjörnustemmning þegar íslensku landsliðsmennirnir stigu út úr Grábrók, Boeing vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis eftir frækilega frammistöðu á EM í Frakklandi. Landsliðsmennirnir og hópur liðsins fór með rútu frá Keflavíkurflugvelli til miðborgar Reykjavíkur. Hópurinn fékk í leiðinni góðar kveðjur á Fitjum í Njarðvík þar sem hópur fólks fagnaði drengjunum á leið þeirra til Reykjavíkur.

Í hópnum voru okkar menn, Reykjanesbæjar-drengirnir Arnór Ingvi Traustason og Ingvar Jónsson og Suðurnesjamenn eigna sér líka Alfreð Finnbogason en hann ól manninn í Grindavík. Arnór skoraði auðvitað sigurmark liðsins gegn Austurríki sem tryggði liðinu inn í 16 liða úrslitin. Svo er gaman að segja frá því að ein af stjörnum mótsins, Ragnar Sigurðsson, er tengdasonur Reykjanesbæjar en unnusta hans er Ragnheiður Theódórsdóttir en hún er fædd og uppalin í Keflavík.

Víkurfréttavefurinn, vf.is, sýndi frá komu hópsins og eins þegar rúta hans fór í gegnum Reykjanesbæ í beinni útsendingu í gegnum Facebook-síðu VF.

Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar í fjörinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Íslenska landsliðið í KEF