Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stemmning í flugstöðinni þegar körfuboltalandsliðið fór utan - myndir
Fjórmenningarnir, Hörður Axel, Logi, Gunnar og Elvar. VF-myndir/pket.
Mánudagur 28. ágúst 2017 kl. 10:24

Stemmning í flugstöðinni þegar körfuboltalandsliðið fór utan - myndir

„Þetta er mögnuð tilfinning að ganga hér í jakkafötunum gegnum flugstöðina með þessa stemmningu,“ sagði Elvar Már Ragnarsson, landsliðsmaður í körfubolta en landsliðið sem nú er á leið á Evrópumótið í Finnlandi fór utan í morgun.

Ferðalangar í flugstöð Leifs Eiríkssonar, íslenskir sem útlendir fögnuðu íslensku strákunum þegar þeir gengu í gegnum stöðina, veifuðu íslenska fánanum og tóku myndir. Leið þeirra lá út í flugvél Icelandair en eins og venja er var tekin mynd af þeim í landganginum, glæsilegir fulltrúar okkar, klæddir bláum jakkafötum, í hvítri skyrtu og með rautt byndi að ógleymdum brúnum spariskóm. Það verður ekki mikið íslenskara.

Suðurnesjamenn eiga fjóra fulltrúa í hópnum, Gunnar Einarsson úr þjálfarateyminu og þrjá leikmenn, þá Loga Gunnarsson sem er landsleikjahæstur leikmanna liðsins með 138 leiki, Hörð Axel Vilhjálmsson (65 landsleikir) og Elvar Má Friðriksson (27 leikir). Sá síðastnefndi er að fara á sitt fyrsta stórmót með landsliðinu en hinir tveir voru með landsliðinu fyrir tveimur árum. Þá fór Logi á kostum og sagði í viðtali að þetta væri gaman svona í síðasta skipti. „Já, ég átti ekki von á því að vera aftur á leið á stórmót en það er auðvitað frábært. Hópurinn er klár í slaginn. Undirbúningur hefur gengið vel og við ætlum að standa okkur,“ sagði Njarðvíkingurinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Logi með fremstu mönnum í flugstöðinni.

Elvar Már spókar sig í jakkafötunum.

Hörður Axel gengur einbeittur í gegnum flugstöðina.