Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stelpurnar á sigurbraut
Mánudagur 18. ágúst 2014 kl. 09:58

Stelpurnar á sigurbraut

Keflavík og Grindavík með sigur gegn Hömrum

Keflvíkingar halda áfram að sigra í 1. deild kvenna, en á dögunum unnu þær sinn fyrsta leik í tæp tvö ár. Nú um helgina unnu þær svo Hamrana 3-1 á heimavelli sínum. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Keflvíkinga í leiknum og Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir bætti við marki úr vítaspyrnu undir lokin. Eftir leikinn eru stelpurnar með sjö stig, aðeins einu stigi frá næsta liði fyrir ofan, en stutt er síðan Keflvíkingar höfðu aðeins eitt stig í deildinni.

Stórsigur Grindvíkinga

Grindavíkurstúlkur báru einnig sigurorð af Hömrunum er liðin mættust í Grindavík. Lokatölur urðu 5-1 í öruggum sigri Grindvíkinga. Margrét Albertsdóttir skoraði tvö mörk fyrr Grindvíkinga en þær Rebekka Þórisdóttir, Guðrún Bentína Frímannsdóttir og Dröfn Einarsdóttir skoruðu hin mörkin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024