Steindór tekur við yfirþjálfun ÍRB
Tekur við liðinu úr góðum höndum Anthony Kattan
Sundráð ÍRB hefur ráðið Steindór Gunnarsson sem næsta yfirþjálfara liðsins til næstu 3ja ára en Steindór er öllum hnútum kunnugur hjá ÍRB en hann þjálfaði liðiði til margra ára og á að baki glæstan feril sem þjálfari. Steindór hefur áður gegnt starfi unglingalandsliðsþjálfara sem og landsliðsþjálfara. Þá var hann valin þjálfari ársins 1995, 2006, 2007 og 2008 sem er oftar en nokkur annar þjálfari.
Anthony Kattan, sem hefur verið yfirþjálfari ÍRB undanfarin 5 ár, hefur ákveðið að hætta með liðið eftir tímabilið og flytja af landi brott. Kattan hefur náð frábærum árangri með lið ÍRB og hefur verið mikil ánægja með hans störf.