Steindór ráðinn verkefnisstjóri landsliða SSÍ
Steindór Gunnarsson, yfirþjálfari ÍRB í sundi hefur verið ráðinn verkefnisstjóri landsliða hjá Sundsambandi Íslands en Steindór gengdi um árabil stöðu landsliðsþjálfara Íslands í sundi, þar á meðal á síðustu Ólympíuleikum sem fram fóru í Aþenu.
Stjórn SSÍ fór þess á leit við stjórnir sunddeilda Keflavíkur og Njarðvíkur, ÍRB, að þær gæfu færi á því að Steindór yrði verkefnisstjóri landsliða í c.a. 30% starfi ásamt því að hann héldi áfram sínu góða starfi fyrir ÍRB. Stjórnir ÍRB urðu við þessum tilmælum.
Mynd: [email protected]