Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Steindór hættur sem landsliðsþjálfari
Miðvikudagur 8. september 2004 kl. 13:53

Steindór hættur sem landsliðsþjálfari

Steindór Gunnarsson hefur látið af störfum sem landsliðsþjálfari í sundi. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Sundsambands Íslands, en Steindór hefur undanfarin fjögur ár starfað með landsliðum SSÍ. Fyrst sem unglingalandsliðsþjálfari en frá miðju ári 2002 sem landsliðsþjálfari.
Ásamt því að hafa sinnt stöfum landsliðsþjálfara hefur hann einnig verið þjálfari hjá ÍRB og starfað sem kennari í Grunnskóla Njarðvíkur.

Í bréfi til stjórnar SSÍ segir Steindór meðal annars:
„Ég vil þakka fyrir þann heiður að hafa fengið að gegna þessu starfi sem hefur fært mér ómetanlega reynslu, ásamt einstakri ánægju og upplifun sem á eftir að nýtast mér um ókomin ár.“

Sundsamband Íslands þakkar Steindóri sérstaklega fyrir vel unnin störf í þágu landsliða SSÍ og sundhreyfingarinnar allrar og treystir því að hann muni áfram taka þátt í verkefnum með landsliðum og undirbúningshópum Sundsambandsins.

Í framhaldinu mun SSÍ nú reyna að finna landsliðsþjálfara í fullt starf en í samræmi við stefnumörkun sambandsins mun verða lögð áhersla á að landsliðsþjálfari verði ekki jafnframt að sinna þjálfun einstakra félagsliða
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024