Steindautt jafntefli í Grindavík
Grindvíkingum tókst ekki að sigra botnlið Víkinga á heimavelli sínum í Grindavík fyrr í kvöld. Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld og með sigri hefðu Grindvíkingar getað komið sér í þæginlega stöðu og jafnframt upp fyrir granna sína í Keflavík sem töpuðu gegn ÍBV í gær.
Það gekk hins vegar ekki hjá Grindvíkingum í kvöld því hvorugu liðinu tókst að skora í leik sem bar keim af rokinu og rigningunni sem honum fylgdi. Grindvíkingar áttu ívið hættulegri færi í fyrri hálfleik en tóks ekki að koma knettinum í netið. Það sama mætti segja um síðari hálfleik en ekki var mikið um tíðindi fyrr en undir blálokin að Bjarnólfi Lárussyni þjálfara Víkinga var vikið af velli að því er virðist fyrir kjaftbrúk. Bjarnólfur fékk þar með sennilega sitt fyrsta rauða spjald í jakkafötunum en hann var ekki óvanur að horfa á rauða spjaldið á ferli sínum sem leikmaður.
Magnús Björgvinsson fékk reyndar ákjósanlegt færi undir lokin er hann slapp upp kantinn en hann missti boltann of langt frá sér og í hendur markvarðar Víkinga.
Með þessum úrslitum í kvöld er staðan svona:
VF-Myndir: Hilmar Bragi