Steindautt jafntefli hjá Grindvíkingum
Grindvíkingar nældu sér í stig þegar þeir heimsóttu Víkinga í Fossvoginn í kvöld. Niðurstaðan varð 0-0 jafntefli í fremur bragðdaufum leik. Mark var hinsvegar dæmt af Grindvíkingum á 60. mínútu þegar Paul McShane var dæmdur rangstæður. Grindavík fékk ágæt færi undir lok fyrri hálfleiks til að skora en ekki náðu leikmenn liðsins að klára færin. Heimamenn fengu sín hálffæri en engin komu mörkin og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Grindvíkingar sitja enn í 10. sæti með 4 stig eftir 5 leiki.
Lið Grindvíkinga í kvöld:Óskar Pétursson - Alexander Magnússon, Jamie McCunnie, Ólafur Örn Bjarnason, Ray Anthony Jónsson - Jóhann Helgason, Paul McShane, Orri Freyr Hjaltalín - Óli Baldur Bjarnason, Robert Winters, Yacine Si Salem.
Varamenn: Jack Giddens - Bogi Rafn Einarsson, Michael Pospisil, Matthías Örn Friðriksson, Scott Ramsay, Magnús Björgvinsson, Guðmundur Andri Bjarnason.
Mynd: Sport.is