Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Steinar áfram með Víði
Föstudagur 12. október 2007 kl. 22:56

Steinar áfram með Víði

Steinar Ingimundarson, þjálfari knattspyrnuliðs Víðis í Garði, mun stýra liðinu næstu tvö ár, en hann undirritaði samning við stjórn knattspyrnudeildarinnar í gær. Samningurinn er uppsegjanlegur eftir næstu leiktíð.

 

Steinar gerði góða hluti með liðið í ár og kom þeim upp úr neðstu deild eftir tveggj ára veru og sagðist hann í samtali við Víkurfréttir vera spenntur fyrir komandi sumri í 2. deildinni.

VF-mynd/Jón Björn: Steinar tolleraður eftir að ljóst var að Víðismenn höfðu tryggt sér sæti í 2. deild.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024