Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Stefnum af því að ná 100 meðlimum fyrir sumarið
Fimmtudagur 10. mars 2011 kl. 11:41

Stefnum af því að ná 100 meðlimum fyrir sumarið

Fræðslufundur þríþrautadeildar UMFN á þriðjudaginn

Fyrsti fræðslufundur þríþrautadeildar UMFN verður haldinn þriðjudaginn 15. mars kl. 20:00 í Fimleikaakademíunni þar sem Ironman-farinn Steinn Jóhannsson, Íslandsmeistari í Ironman, eða Járnkarli eins og það heitir á íslensku. Hann mun segja frá því þegar hann setti Íslandsmeistari á síðasta ári, fræða fólk um greinina og sýnir m.a. hjólið sitt sem er fullbúið keppnishjól. Tekið verður við skráningum í deildina á fundinum og fyrstu æfingarnar byrja svo á fullu í næstu viku.

Stofnfundur þríþrautadeildarinnar var haldinn um miðjan febrúar við góða mætingu en stofnfélagar deildarinnar voru 23 talsins og má binda vonir við að deildin vaxi hratt á næstu vikum og mánuðum. Deildin er sú fjórða á landinu og var Tyrfingur Þorsteinsson kjörinn fyrsti formaður deildarinnar. Með honum í stjórn voru kjörin þau Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Steindór Gunnarsson, Guðbjörg Jónsdóttir og Ævar Örn Jónsson. Í varastjórn voru kjörnir þeir Ásgeir Snær Guðbjartsson, Haraldur Hreggviðsson og Kjartan Sævarsson.

„Þríþraut, eins og nafngiftin bendir til, samanstendur af þremur greinum, sundi, hjóreiðum og hlaupi þar sem allir geta tekið þátt,“ sagði Tyrfingur Þorsteinsson, formaður þríþrautadeildar UMFN. „Vegalengdir eru misjafnar og því geta allir fundið markmið við sitt hæfi. Ekki er skylda að keppa, þó fólk æfi og því er íþróttin kjörin til að halda sér í góðu alhliða formi.“

Hægt er að taka þátt í ýmsum vegalengdum. Sprettþraut, sem er stysta þrautin, hálf Ólympísk þraut, Ólympísk þraut, hálfur Járnkarl og svo Járnkarl, sem almennt er talin erfiðasta þolþraut í heimi. Í sumum keppnum eru liðakeppnir og geta þá hópar tekið þátt, þar sem einn sér um að synda, annar að hjóla og sá þriðji að hlaupa. Hægt er að velja eina af þremur greinum eða tvær, fer allt eftir einstaklingnum.

„Við stefnum á að ná 100 meðlimum fyrir sumarið. Það ætti ekki að vera neitt mál þar sem áhuginn er mikill á svæðinu og okkur búnar að beras margar fyrirspurnir,“ sagði Tyrfingur. „Æfingagjöldin eru í lágmarki en það kostar aðeins 24.000 kr. árið, eða 2.000 kr. á mánuði og er það næstum gefins.“

Mynd: Steinn Jóhannsson mætir á fundinn og segir sína sögu ásamt almennri fræðslu á greininni - [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024