Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Stefnum á alla titla sem í boði eru“
Föstudagur 2. september 2005 kl. 13:00

„Stefnum á alla titla sem í boði eru“

Unndór Sigurðsson er snúinn aftur til Grindavíkur og mun í vetur þjálfa meistaraflokk kvenna í körfuknattleik þar í bæ. Liðið beið lægri hlut gegn Haukum í bikarkeppninni á síðustu leiktíð og sá á eftir Íslandsmeistaratitlinum upp í hendur Keflavíkurkvenna. Víkurfréttir tóku púlsinn á Unndóri og ræddu við hann um komandi leiktíð.

1. Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið?
Undirbúningurinn er enn í fullum gangi og gengur vonum framar, allur mannskapurinn er byrjaður að æfa og erlendi leikmaðurinn er mættur til okkar. Það er æft 6 sinnum í viku en stefnt er að því að liðið verði komið í mjög gott form er leiktíðin hefst.

2. Átt þú von á því að það bætist enn frekar í hópinn?
Ég er kominn með fullmannað lið.

3. Hver eru markmið Grindavíkurliðsins fyrir veturinn?
Markmið okkar eru að fara í hvern leik til þess að vinna hann og stefnum að því að taka alla þá titla sem í boði eru.

4. Hvernig er að vera kominn heim?
Það er frábært að vera kominn heim þar sem umgjörðin í Grindavík í kringum körfuboltann er alltaf til fyrirmyndar og sérstaklega þetta árið.

5. Þín spá fyrir 1. deild kvenna í vetur:
1. Grindavík
2. Keflavík
3. Haukar
4. ÍS
5. Breiðablik
6. KR

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024