Stefnt að golfmóti í Leiru um helgina
Kylfingar hafa notið veðurblíðu og útsýnis síðustu daga. Mót um helgina ef veður leyfir.
Veðurblíða hefur leikið við kylfinga og aðra landsmenn suður með sjó síðustu daga. Stefnt er að því að halda opið golfmót í Leirunni um næstu helgi ef vel viðrar.
Þessi mynd var tekin í Leirunni í blíðunni í fyrradag. Útsýnið var glæsilegt yfir sjóinn og til fjalla.
Völlurinn er ótrúlega grænn miðað við árstíma og ekkert frost er í jörðu. Ef veðurguðirnir verða í góðu skapi um næstu helgi gætu kylfingar komist í góðan golfhring á Hólmsvelli.