Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stefnir að því að leika á HM í Rússlandi
Sunnudagur 11. febrúar 2018 kl. 06:00

Stefnir að því að leika á HM í Rússlandi

- Knattspyrnumaðurinn Samúel Kári leikur með Vålerenga í Noregi

„Ég er mjög stoltur og þakklátur fyrir að hafa spilað A-landsleik fyrir hönd Íslands, að spila með A-landsliði Íslands er draumur allra unga fótboltaiðkenda.“ Segir
Samúel Kári Friðjónsson, en hann leikur með Vålerenga í Noregi, hann gekk til liðs við liðið á síðasta ári en áður lék hann með Reading í Englandi. Hann fór ungur að árum til Englands til að láta fótboltadrauminn rætast. Samúel lék sinn fyrsta A- landsliðsleik á þessu ári í æfingaleikjum Íslands í Indónesíu og stóð hann sig vel í leikjunum. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og stefnir langt í boltanum. Víkurfréttir heyrðu í Samúel og spurðu hann út í fótboltalífið og tilveruna í Noregi.

Eins og áður hefur komið fram þá lék Samúel með Reading áður en hann gekk til liðs við Vålerenga og segir hann að helsti munurinn á Noregi og Englandi sé tempóið. „Harkan er mun meiri í Englandi heldur en í Noregi.“ Samúel segir að það sé góð tilfinning að leika með A-landsliði Íslands og til þess að næla sér í sæti í liðinu fyrir HM í Rússlandi þurfi allt að ganga upp.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Rússland er stórt markmið, Ísland er með frábæran hóp af leikmönnum eins og hefur sýnt sig en ég mun gera hvað sem er til þess að komast í hópinn. Það er markmið sem ég hef sett mér og mun gera mitt allra besta til að ná því.“ Norska deildin er í fríi núna en fyrsti leikurinn er handan við hornið. „Framundan hjá mér er deildin sem byrjar 12. mars nk. þá leikum við útileik við Kristiansund, það er stutt í þann leik fyrir tímabilið förum við til Marbella í tveggja vikna æfingaferð.“

Lífið snýst um fótbolta hjá Samúel Kára og hann er æfingadagurinn langur. „Ég vakna um níuleytið, fer á æfingasvæðið og fæ mér morgunmat þar. Um tíu hefst undirbúningur fyrir æfingar, teygjur og liðkandi æfingar. Síðan fer ég út, hita upp og svo er æfing klukkan tólf. Yfirleitt eru tvær æfingar á dag hjá mér, þá fer ég annað hvort í ræktina eftir hádegið eða á aðra æfingu, það veltur allt á því hvað þjálfarinn og aðstoðarmenn hans ákveða.

Við tökum myndbandsfund fyrir hverja æfingu, þar er farið yfir hvernig æfingarnar verða, svo er matur, ísbað, pottur og gufa. Æfingadagurinn minn er síðan búinn um þrjú-fjögur leytið. Samúel er búinn að vera erlendis frá 2012 og hann er mjög ánægður á þeim stað sem hann er á í dag, þegar hann er spurður hvort hann sakni Íslands þá segist hann sakna fjölskyldu sinnar og vina en þau eru jafnframt dugleg að heimsækja hann til Noregs.