Stefnir á atvinnumennsku
Kylfingurinn Heiða Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja hafnaði í 11. sæti á alþjóðlega gríska áhugamannamótinu í golfi sem lauk fyrir skemmstu. Heiða lék fjóra hringi í mótinu á 304 höggum (76, 77, 76, 75).
Heiða stundar nám í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ og ætlar að nýta veturinn vel til æfinga. „Ég er að vinna í sveiflunni minni og þarf að bæta járnahöggin mín því þau eru ekki nægilega bein hjá mér,“ sagði Heiða sem er að verða 17 ára eftir nokkra daga.
Heiða ætlar að nota veturinn vel til æfinga og stefnir á verðlaunasæti í þeim mótum sem hún mun taka þátt í næsta sumar. Atvinnumennskan heillar einnig hjá Heiðu og því ætlar hún að eyða góðum tíma í æfingar í Akademíunni, úti í Leiru og í gamla HF þar sem GS hefur aðstöðu. Efnilegur kylfingur á ferð sem á næsta víst eftir að láta að sér kveða í framtíðinni.
VF-mynd/ Valur Jónatansson
Heiða stundar nám í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ og ætlar að nýta veturinn vel til æfinga. „Ég er að vinna í sveiflunni minni og þarf að bæta járnahöggin mín því þau eru ekki nægilega bein hjá mér,“ sagði Heiða sem er að verða 17 ára eftir nokkra daga.
Heiða ætlar að nota veturinn vel til æfinga og stefnir á verðlaunasæti í þeim mótum sem hún mun taka þátt í næsta sumar. Atvinnumennskan heillar einnig hjá Heiðu og því ætlar hún að eyða góðum tíma í æfingar í Akademíunni, úti í Leiru og í gamla HF þar sem GS hefur aðstöðu. Efnilegur kylfingur á ferð sem á næsta víst eftir að láta að sér kveða í framtíðinni.
VF-mynd/ Valur Jónatansson