Stefnir á að skapa fleiri góðar minningar
Halldór Garðar Hermannsson varð Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu Þór Þorlákshöfn á síðasta tímabili eftir úrslitarimmu gegn deildarmeisturum Keflavíkur – í ár stefnir hann á að vinna tvöfalt með Keflavík.
Nafn: Halldór Garðar Hermannsson
Aldur: 24 ára
9 hefur alltaf verið mín tala en er núna númer: 4
Staða á vellinum: Leikstjórnandi eða skotbakvörður
Mottó: Yesterday is history, tomorrow is a mystery but today is a gift, that is why it is called present.
Hefurðu fasta rútínu á leikdegi?
Já, ég fer í ræktina til að liðka mig, borða síðan góðan mat eftir það og fer í sturtu áður en ég mæti upp í íþróttahús.
Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta?
Níu ára, var mjög hávaxinn þegar ég var yngri þannig það var pressað á mig að mæta á æfingu og svo voru allir félagarnir í körfu.
Hver er besti körfuboltamaður allra tíma?
Michael Jordan.
Hver er þín helsta fyrirmynd?
Garðar afi minn.
Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum?
Sigurkarfan 2019 á móti Tindastól, vorum 2:0 undir í seríunni en enduðum á því að vinna 3:2 og Íslandsmeistaratitillinn 2021 með Þór Þorlákshöfn.
Hver er besti samherjinn?
Hef átt mjög marga frábæra samherja ekki hægt að velja einhvern einn.
Hver er erfiðasti andstæðingurinn?
El clasico, Keflavík - Njarðvík.
Hver eru markmið þín á þessu tímabili?
Markmiðin eru að verða Íslands- og bikarmeistarar.
Hvert stefnir þú sem íþróttamaður?
Að verða betri en í gær og skapa fleiri góðar minningar.
Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér?
Halldór Garðar (PG), Kári Jónsson (SG), Emil Karel (SF), Dabbi kóngur (PF) og Tryggvi Hlinason (C).
Spilaði með Emil og Dabba í 10+ ár og var með Kára og Tryggva í öllum yngri landsliðum.
Fjölskylda/maki:
Katla Rún Garðarsdóttir, ungfrú Heiðarskóli 2015.
Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann?
B.Sc í íþróttafræði við Háskóla Íslands.
Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann?
Fótbolti, ræktin og ferðalög.
Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu?
Fer í heita pottinn og horfi svo á góða mynd.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Nautakjöt og gott meðlæti.
Ertu öflugur í eldhúsinu?
Nei, get því miður ekki sagt það en vonandi verð ég það einn daginn.
Býrðu yfir leyndum hæfileika?
Nei, ekki sem ég veit af.
Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér?
Leti og Fifa 22.