Stefán skoraði sigurmarkið
Stefán Gíslason, atvinnumaður í knattspyrnu, skoraði sigurmark Lyn á móti meisturum Rosenborg í í norsku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn endaði 3-2, en Lyn skoraði tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins, en mark Stefáns kom með skalla af stuttu færi á 88. mínútu. Stefán fékk góða einkunn í umfjöllun Dagbladet en hann fékk einnig að líta gula spjaldið í leiknum.
Haraldur Guðmundsson fekk gult spjald í tapleik Aalesund gegn Tromsö. Leikurinn endaði 0-1 en Haraldur átti engu að síður góðan leik fyrir lið sitt og fékk 5 í einkunn í umfjöllun Dagbladet. Aalesund er sem stendur á botni deildarinnar.
VF-mynd úr safni -Félagarnir Stefán og Haraldur í leik með Keflavík síðasta sumar